Innlent

Nærri fimm hundruð með endurvinnslutunnu

Á fimmta hundrað endurvinnslutunna frá Gámaþjónustunni eru í notkun á höfuðborgarsvæðinu en farið var að bjóða upp á þessa þjónustu í desember. Það sem fer í tunnurnar er ekki grafið í jörð heldur selt til Hollands. Í endurvinnslutunnurnar má setja beint allan pappír sem til fellur frá heimilunum. Eins má setja í þær plast, málm og fernur sem búið er að flokka í poka. Mánaðargjald fyrir slíkar tunnu er 990 krónur og er hún losuð einu sinni í mánuði. Með flokkun sem þessari má minnka það magn af sorpi sem urðað er árlega og koma því í endurvinnslu.

Ruslið sem kemur úr endurvinnslutunnunum er svo flokkað hjá Gámaþjónustunni og selt til stórs endurvinnslufyrirtækis í Hollandi. Með flokkuninni spara notendur sínu sveitarfélagi því borga þarf sjö krónur fyrir hvert kíló af heimilissorpi sem farið er með til Sorpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×