Sólskin og hiti 24. júlí 2006 05:45 Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best! Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Þegar ég var að rogast með töskurnar inn í anddyrið á hótelinu vék sér að mér maður og ávarpaði mig á íslensku. Hann sagðist hafa dvalið hér í viku og átt illa vist, því að hér væri bæði sólskin og hiti og ekkert sjónvarp á herbergjunum. Hann saknaði íslenskrar veðráttu, íslensks mataræðis, íslenskrar tungu og alls annars sem íslenskt er. ÞETTA rennir stoðum undir þá kenningu að ferðalög og sumarleyfi séu fyrst og fremst til að sanna fyrir fólki að heima sé best. Þegar fólk er búið að vinna í ellefu mánuði er það skyldað til að fara í frí. Sérstakar ferðaskrifstofur sjá um að senda fólk á ókunna staði, einkum svokallaða ferðamannastaði, þar sem töluð eru framandi tungumál, loftslagið er öðruvísi en heima og vatnið inniheldur skuggalegar bakteríur og svonefndar túristahjarðir reika um villtar. SÚ erfiða lífsreynsla að slíta erlendan gjaldmiðil út úr hraðbönkum í myrkum húsasundum, að svitna, sólbrenna, villast, drekka saltan sjó, týna vegabréfinu sínu og falla í ræningjahendur forhertra leigubílstjóra skapar djúpa og innilega heimþrá sem ágerist með hverjum degi, einkum ef tímanum er varið í langar rútuferðir til að skoða óeftirminnilegar rústir eða hversdagsleg náttúru-undur og kvöldin fara í að umreikna einkennilega gjaldmiðla í íslenskar krónur og komast að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við hina ódýru leyfisferð sé löngu kominn úr böndunum. HEIMÞRÁIN breytist svo í friðsælan fögnuð þegar eldvígslunni lýkur og fornfáleg flugvélin lendir í Keflavík við dynjandi lófatak. Samstundis tekur minnið að vinna úr hinni erfiðu reynslu. Hrakningar, flugnabit og matareitranir breytast í ljúfar minningar. Hámarki sælunnar er náð á fyrsta vinnudegi í kunnuglegu umhverfi innan um samverkafólk og vini sem hlýðir agndofa á mergjaðar lýsingar á ferðalagi þar sem allir erfiðleikar voru yfirstignir af ráðagóðri hagsýni og jafnaðargeði. Framundan er notalegt og friðsælt umhverfi heimilis og vinnu næstu ellefu mánuði - en að þeim tíma liðnum er tímabært að fara á stjá á nýjan leik til að rifja upp þau fornu sannindi, að heima er best!
Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira