Innlent

Eftirlit verður haft með eignum Varnarliðsins

Utanríkisráðuneytið hefur, fyrir hönd Varnarliðsins, auglýst eftir verktökum til að annast viðhald og eftirlit með eignum Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, eftir að Varnarliðið fer í haust. Varnarlilðið sjálft hefur hins vegar ekki óskað eftir eftirliti með sínum eignum.

Varnarliðið ser skuldbundið gagnvart NATO til að viðhalda eignum bandalagsins í eitt ár eftir að það hættir að nota þau þannig að NATO mannvirkin verða að minnstakosti ekki látin grotna niður næsta árið. Það eru eingöngu hernaðarmannvirki eins og stjórnstöðvar, flest flugskýlin og megnið af olíubirgðamannvirkjum við Helguvík, sem teljast til einga NATO, en Varnarliðið, eða Bandaríkjamenn eiga öll veitukerfi, þjónustubyggingar eins og verslanir, íþróttahús, skóla og heilsugæslu, ásamt skrifstofuhúsnæði, einhverjum flugskýlum, og hluta mannvirkja í Helguvík. Allt er enn á huldu með ráðstöfun þeirra mannvirkja, en það verður til umræðu á næsta fundi fulltrúa Bandaríkjamanna og Íslendinga í byrjun ágúst. Aðeins 500 varnarliðsmenn verða eftir á Keflavíkurflugvelli um næstu mánaðmót, en þegar flest var fyrir tíu til 15 árum voru 5.500 Bandaríkjamenn í varnarliðinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×