Innlent

Tafir á umferð vegna tónleika Waters

Allnokkrar tafir urðu á umferð á Vesturlandsvegi á áttunda tímanum í kvöld vegna tónleika Rogers Waters, forsprakka hljómsveitarinnar Pink Floyd, sem nú standa yfir í Egilshöll.

Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að hún hefði kallað út aukamannskap til umferðarstjórnar í Grafarvogi en að umferð hafi gengið hægt þar sem aðein ein akrein liggur frá Vesturlandsvegi og upp í Egilshöll. Þá þurfti lögregla að láta fjarlægja sex bíla sem tónleikagestir höfðu lagt frjálslega. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna tónleikanna þar sem einhverjir tónleikagesta höfðu haft áfengi um hönd áður en þeir héldu á þá en talið er að á bilinu 12 til 14 þúsund manns sæki tónleikana. Búist er við öllu verði lokið um miðnætti og verður lögreglan við störf á staðnum þar til yfir lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×