Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea 31. maí 2006 21:22 Shevchenko er kominn til Chelsea NordicPhotos/GettyImages Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira
Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Sjá meira