Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis 7. október 2006 09:15 Siðanefnd hefur rannsókn Doc Hastings, formaður siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skýrði frá því að nefndin ætli sér að rannsaka Foley-málið. MYNDAFP Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember. Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember.
Erlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira