Innlent

Úrvalsvísitalan niður fyrir 6000 stig

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. MYND/Stefán Karlsson

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rétt tæp 4% frá opnun markaðar í morgun. Hún er nú komin niður fyrir 6000 stig. Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað töluvert í dag og hefur lækkunin verið einna mest hjá fjármálastofnunum.

Gengi bréfa í KB banka lækkað um 5,73%, í Landsbankanum um 5,22% og í Glitni um 3,65%. Einnig hafa bréf í FL Group lækkað um 4,31% og í Dagsbrún um 4,33%. Gengi krónunnar hefur síðan í morgun veikts um 1,4% og stendur í 119,20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×