Gengi Schering hækkaði um fjórðung 13. mars 2006 16:10 Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það. Fjárfestar töldu líklegt að Merck myndi gera nýtt tilboð í Schering og hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins í 84,12 evrur á hlut í dag. Forsvarsmenn Merck hafa ekkert látið uppi um hvort fyrirtækið hyggist gera yfirtökutilboð á Schering á nýjan leik. Sagði Michael Rømer, stjórnarformaður Merck, að fyrirtækið ætli ekki að láta ákvörðun stjórnenda Scherings trufla sig heldur látið þeir lokaákvörðun um yfirtökutilboðið í hendur hluthafa Schering. „Við erum fullvissir um að þeir muni íhuga tilboðið," sagði Rømer og benti á að tilboðið verði í gildi næstu sex vikurnar og falla niður um miðjan maí. „Við viljum kaupa 100 prósent hlutabréfa í Schering. Þegar við höfum 95 prósent látum við afskrá það," sagði hann. Gengi hlutabréfa í Merck lækkaði um tæp 3 prósent í dag og endaði í 81,21 evru á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í þýska lyfjafyrirtækinu Schering hækkaði um 25 prósent í dag eftir að fjárfestar bjuggust við að þýski lyfjarisinn Merck myndi gera nýtt yfirtökutilboð í fyrirtækið. Merk gerði óvinveitt yfirtökutilboð í Schering í gær og hljóðað tilboðið upp á 14,9 milljarða evrur eða 77 evrur á hlut. Forsvarsmenn Schering sögðu tilboðið of lágt og hvöttu hluthafa í lyfjafyrirtækinu til að hunsa það. Fjárfestar töldu líklegt að Merck myndi gera nýtt tilboð í Schering og hækkaði gengi bréfa fyrirtækisins í 84,12 evrur á hlut í dag. Forsvarsmenn Merck hafa ekkert látið uppi um hvort fyrirtækið hyggist gera yfirtökutilboð á Schering á nýjan leik. Sagði Michael Rømer, stjórnarformaður Merck, að fyrirtækið ætli ekki að láta ákvörðun stjórnenda Scherings trufla sig heldur látið þeir lokaákvörðun um yfirtökutilboðið í hendur hluthafa Schering. „Við erum fullvissir um að þeir muni íhuga tilboðið," sagði Rømer og benti á að tilboðið verði í gildi næstu sex vikurnar og falla niður um miðjan maí. „Við viljum kaupa 100 prósent hlutabréfa í Schering. Þegar við höfum 95 prósent látum við afskrá það," sagði hann. Gengi hlutabréfa í Merck lækkaði um tæp 3 prósent í dag og endaði í 81,21 evru á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira