Erlent

Fatah hefði betur

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, á leið á ríkisstjórnarfund í Gaza-borg í morgun.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, á leið á ríkisstjórnarfund í Gaza-borg í morgun. MYND/AP

Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn.

Viðræður um myndun þjóðstjórnar sigldu í strand fyrir nokkru og hafa átök milli liðsmanna Hamas og Fatah magnast síðustu daga og kostað nokkur mannslíf.

Ný skoðakönnun sýnir að ef boðað yrði til kosninga nú myndu Hamas-samtökin bíða lægri hlut í baráttunni við Fatah. Könnunin var gerð áður en Abbas flutti ræðu sína.

Samkvæmt henni vilja 61% Palestínumanna ganga að kjörborðinu fyrr en áætlað er. Samkvæmt könnuninni fengi Fatah-hreyfingin 42% atkvæða en Hamas-samtökin 36%. 22% kjósenda segjast greiða óháðum atkvæði sitt eða hafa ekki ákveðið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×