Lausnarorðið er frelsi 17. desember 2006 05:00 Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjálshyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa markað (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og reglum á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfirleitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerfinu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á endanum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slíkar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrirtæki fara ekki á hausinn á meðan ríkisvaldið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neytendum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og prófar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa markaði.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun