Innlent

Vinna að því að flytja starfsemi frá Noregi til Íslands

Forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins vinna nú að því fá til sín stóran hluta starfsemi verksmiðju móðurfélagsins Elkem í Ålvik í Noregi. Ekki er þó þörf á meiri orku því framleiðslunni yrði breytt og hún gerð flóknari og fjölbreytilegri að sögn Ingimundar Birnis, forstjóra Járnblendifélagsins.

Elkem hefur lokað fjölda verksmiðja og brennsluofna í Noregi undanfarin ár. Ástæðan er ný orkulög, sem munu hækka orkuverð til stóriðju mjög þegar raforkusamningar renna út á næstu árum. Íbúar Ålvikur hafa beðið eftir ákvörðun Elkem mánuðum saman en í vor fluttu norskir fjölmiðlar af því fréttir að búið væri að skipuleggja flutning meirihluta starfseminnar til Íslands enda væri raforkuverð hér aðeins um fjórðungur af því sem vænta mætti í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×