Innlent

OMX kauphallirnar og Kauphöll Íslands sameinast

Kauphöll Íslands og OMX Kauphöllin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu. Ráðgert er að kaupin verði fullfrágengin í lok þessa árs. Með sameiningunni skapast ný tækifæri á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis.

Kauphöll Íslands og OMX Kauphöllin hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu. Ráðgert er að kaupin verði fullfrágengin í lok þessa árs. Með sameiningunni skapast ný tækifæri á hlutabréfamarkaði hér heima og erlendis.

OMX, sem á og rekur kauphallirnar í hinum norrænum ríkjunum og Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing, sem á Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Þórður Friðjónsson, framkvæmdastjóri EV, og forstjóri Kauphallar Íslands, segir að með sameiningunni skapist ný tækifæri bæði fyrir hlutabréfaeigendur og fyrirtæki.

Kaupin eru sögð næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX-kauphallirnar að leiðandi á evrópskum markaði.

Ætlunin er að ná formlegu samkomulagi fyrir októberlok og verður hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×