Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks 10. júlí 2006 20:11 Mynd af gistiheimilinu úr umfjöllun NFS. Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. Í fréttum á NFS hefur undanfarið verið rætt um aðbúnað erlends verkafólks sem hingað kemur til lands á vegum starfsmannaleigna. Í framhaldi af því var haft samband við fréttamann og honum boðið að koma og líta á aðstæður nokkurra pólskra verkamanna sem hingað komu á vegum starfsmannaleigunnar IntJob en það fyrirtæki er í eigu Sefáns Kjærnested sem áður hefur verið fjallað um í fréttum vegna íbúðarmála verkafólks. Enginn Pólverjanna sem þar bjuggu var tilbúinn í viðtal af ótta við þær afleiðingar sem þeir töldu geta hlotnast af því. Þegar haft var samband við starfsmann heilbrigðiseftirlits Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðar fengust þau svör að engin kæmist til að líta á húsnæðið sökum anna. Í för með fréttamanni slóst þó Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður sem situr í Allsherjarnefnd en hann hefur látið aðbúnað erlends verkafólks sig miklu varða. Ágúst taldi ólíðandi að fólk byggi við þær aðstæður sem þessar og velti upp þeirri spurningu hvort nauðsynlegt væri að opna íslenskt sendiráð í Póllandi sem og pólsku hér á landi til að reyna stemma stigu við slíkum málum. Eiganda húsnæðissins Stefáni Kjærnested líkaði þó heimsókin ekki vel og sigaði lögreglu á fréttamann en ekki náðist í hann í síma til að tjá sig um þetta mál. Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. Í fréttum á NFS hefur undanfarið verið rætt um aðbúnað erlends verkafólks sem hingað kemur til lands á vegum starfsmannaleigna. Í framhaldi af því var haft samband við fréttamann og honum boðið að koma og líta á aðstæður nokkurra pólskra verkamanna sem hingað komu á vegum starfsmannaleigunnar IntJob en það fyrirtæki er í eigu Sefáns Kjærnested sem áður hefur verið fjallað um í fréttum vegna íbúðarmála verkafólks. Enginn Pólverjanna sem þar bjuggu var tilbúinn í viðtal af ótta við þær afleiðingar sem þeir töldu geta hlotnast af því. Þegar haft var samband við starfsmann heilbrigðiseftirlits Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðar fengust þau svör að engin kæmist til að líta á húsnæðið sökum anna. Í för með fréttamanni slóst þó Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður sem situr í Allsherjarnefnd en hann hefur látið aðbúnað erlends verkafólks sig miklu varða. Ágúst taldi ólíðandi að fólk byggi við þær aðstæður sem þessar og velti upp þeirri spurningu hvort nauðsynlegt væri að opna íslenskt sendiráð í Póllandi sem og pólsku hér á landi til að reyna stemma stigu við slíkum málum. Eiganda húsnæðissins Stefáni Kjærnested líkaði þó heimsókin ekki vel og sigaði lögreglu á fréttamann en ekki náðist í hann í síma til að tjá sig um þetta mál.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira