Bíó og sjónvarp

Götustrákar í Feneyjum

Þjófagengið sem felur sig í skúmaskotum Feneyja lendir í mögnuðum ævintýrum.
Þjófagengið sem felur sig í skúmaskotum Feneyja lendir í mögnuðum ævintýrum.

Sýningar á ævintýramyndinni The Thief Lord hófust um helgina. Myndin er gerð eftir vinsælli skáldsögu Corneliu Funke sem greinir frá ævintýrum tveggja munaðarlausra drengja, Prosper og Bo. Þeir strjúka úr þrúgandi vist vondrar frænku og flýja til Feneyja þar sem þeir lenda á vergangi.

Í skúmaskotum þessarar sérstöku borgar kynnast þeir ungmennagengi sem lýtur stjórn hins dularfulla konungs þjófanna. Hópurinn heldur til í gömlu kvikmyndahúsi og hefur í sig og á með því að stela frá hinum ríku sem verður til þess að athygli klaufalegs rannsóknarlögreglumanns beinist að þeim.

Löggan er þó lítilfjörlegasta áhyggjuefni hópsins þar sem þau hafa fengið veður af gömlu og gleymdu leyndarmáli, fjársjóði sem gerir þeim sem hefur hann undir höndum kleift að snúa tímanum við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.