Afsögn annars ráðherra 17. október 2006 05:00 Cecilia Stegö Chilo Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum. Erlent Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Sjá meira
Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum.
Erlent Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Sjá meira