Innlent

Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi

MYND/Gunnar V. Andrésson

Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag.

Samkvæmt frumvarpinu verður stofnað hlutafélag um rekstur Ríkisútvarpsins. Sjálfstæði útvarpsstjóra verður aukið. Afnotagjald verður afnumið frá og með 1. janúar 2009 og sérstakt gjald innheimt frá og með þeim tíma. Ekki er gert ráð fyrir þátttöku Ríkisútvarpsins í rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt nýju frumvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×