Viðskipti erlent

Enn hækkar olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna fundar samtaka olíuútflutningsríkja á fimmtudag í þessari viku um breytingar á olíuframleiðslu.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 25 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 60,19 dali á tunnu. Þetta er nokkur hækkun frá síðustu viku þegar verðið fór lægst í 57,22 dali á tunnu og hafði ekki verið lægra síðan í upphafi árs. Verðið í dag er hins vegar talsvert undir því hámarksverði sem hráolían náði um miðjan júlí en þá fór tunnan í rúma 78 dali.

Fastlega er búist við að OPEC ákveði að draga úr olíuframleiðslu um 1 milljón tunna á dag til að sporna við frekari lækkunum á olíuverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×