Flýr Interpol til Brasilíu 25. ágúst 2006 07:45 Davíð Garðarsson Flúði land áður en hann hóf afplánun tæplega þriggja ára dóms vegna nauðgunar og dvelur nú samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brasilíu ásamt öðrum íslenskum einstaklingi með langa sakaskrá. Mynd/Þök Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur. Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Fyrir utan tvo Íslendinga sem sitja í varðhaldi þar fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að minnst tveir aðrir dæmdir íslenskir glæpamenn dvelji þar nú. Annars þeirra, Davíðs Garðarssonar, er leitað af Interpol þar sem hann hefur ekki afplánað tveggja og hálfs árs dóm hérlendis vegna hrottalegrar nauðgunar fyrir tveimur árum. Enginn framsalssamningur er milli Brasilíu og Íslands. Hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fékkst staðfest að Davíðs er leitað í samvinnu við Interpol en hann flýði land í vetur og hefur haldið til í Evrópu að mestu síðan þá. Á hann eftir að afplána dóm, sem féll í desember síðastliðnum fyrir Hæstarétti. Hann var dæmdur fyrir að hafa þvingað fyrrverandi kærustu sína til samræðis með því að hóta henni með dúkahníf. Á Davíð þar að auki að baki langan sakaferil því hann hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl, líkamsárásir og önnur minni brot. Samkvæmt heimildum dvelur Davíð þessa dagana í Brasilíu ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, sem hlaut sjö og hálfs árs dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sverrir er þó ekki eftirlýstur enda sat hann þann dóm af sér. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að ekki sé framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu en segir það ekki skipta öllu máli. Fordæmi séu til um að eftirlýstir menn séu framseldir og fluttir milli landa þó að ekki sé til formlegur samningur þess efnis. Það skipti því engu höfuðmáli, komi í ljós að Davíð Garðarsson sé þar staddur.
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira