Starfandi stjórnarformenn algengir hér 25. október 2006 00:01 Ásta Dís Óladóttir sem er aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, heldur í dag fyrirlestur við Háskólann um starfandi stjórnarformenn. MYND/GVA Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira