Til hamingju hommar og lesbíur 27. júní 2006 00:01 Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagnkynhneigðir íbúar landsins. Árið 1996 var tekið stórt skref í þá átt að rétta hlut samkynheigðra para þegar sett voru lög sem gáfu einstaklingum af sama kyni kost á að stofna til þess sem kallað er staðfest samvist. Lögin færðu þeim að miklu leyti sömu réttarstöðu og fólks í hjúskap. Á þeim var þó sú stóra undantekning að samkynhneigð pör í staðfestri samvist nutu ekki sömu réttinda og gagnkynhneigð pör þegar kom að ættleiðingum og tæknifrjóvgunum. Í byrjun þessa mánaðar samþykkti Alþingi lög sem eyddi þessari og annarri mismunun sem samkynhneigðir hafa mátt búa við frammi fyrir lögum landsins. Það er táknrænt að lögin taka gildi í dag, 27. júní, sem er alþjóðlegur baráttudagur samkynhneigðra. Það var 2. júní sem Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra með öllum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Málið fékk einróma brautargengi þvert á flokkslínur, sem segir meira en mörg orð um þann mikla einhug sem ríkti um lagabæturnar, og er um leið sérstaklega góður vitnisburður um hversu réttsýnir þingmenn okkar eru í þessum efnum. Íslendingar mega vera stoltir af Alþingi sínu í dag. Nú gilda sem sagt sömu lög um ættleiðingar fólks sem hefur kosið að eyða lífinu saman, hvort sem þar eru á ferðinni karl og kona, tvær konur eða tveir karlar. Og ekki er síður mikilvægt að nú er búið að leiðrétta það hróplega misrétti að samkynhneigð pör, sem kjósa sambúð í stað staðfestrar samvistar, hafa ekki notið sömu réttinda þegar kemur að almannatryggingum, erfðarétti, félagslegri aðstoð eða skattalegu hagræði, og gagnkynhneigð pör sem er skráð í sambúð í opinberum plöggum. Ekki þarf mikinn lögspeking til að átta sig á því að allt fram á þennan dag hefur þetta misrétti í lagaumhverfinu verið nokkuð augljóst brot á sjálfri stjórnarskrá landsins þar sem kveðið er á um að "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." Þessi fallega málsgrein úr stjórnarskránni leiðir svo aftur hugann að þeim boðskap kristinnar trúar að allir menn séu jafnir fyrir Guði. Ekki er eins og sá kærleiksboðskapur frelsarans sé alfarið við lýði innan íslensku þjóðkirkjunnar, sem hefur ekki sýnt mikinn skilning á tillögum um að trúfélög fái heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband. Biskup Íslands hefur verið í fararbroddi þeirra sem eru mótfallnir þeirri hugmynd. Hefur hann reyndar mótmælt henni með harðskeyttari hætti en við var að búast af forystumanni þjóðkirkju í eins frjálslyndu landi og Ísland er. Ekki er hægt annað en að vonast til að fagurt fordæmi Alþingis verði biskupi innblástur og að innan skamms muni þjóðkirkjan bjóða alla velkomna í guðshús sín, til að fá þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa frammi fyrir guði og mönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagnkynhneigðir íbúar landsins. Árið 1996 var tekið stórt skref í þá átt að rétta hlut samkynheigðra para þegar sett voru lög sem gáfu einstaklingum af sama kyni kost á að stofna til þess sem kallað er staðfest samvist. Lögin færðu þeim að miklu leyti sömu réttarstöðu og fólks í hjúskap. Á þeim var þó sú stóra undantekning að samkynhneigð pör í staðfestri samvist nutu ekki sömu réttinda og gagnkynhneigð pör þegar kom að ættleiðingum og tæknifrjóvgunum. Í byrjun þessa mánaðar samþykkti Alþingi lög sem eyddi þessari og annarri mismunun sem samkynhneigðir hafa mátt búa við frammi fyrir lögum landsins. Það er táknrænt að lögin taka gildi í dag, 27. júní, sem er alþjóðlegur baráttudagur samkynhneigðra. Það var 2. júní sem Alþingi samþykkti frumvarp ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra með öllum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Málið fékk einróma brautargengi þvert á flokkslínur, sem segir meira en mörg orð um þann mikla einhug sem ríkti um lagabæturnar, og er um leið sérstaklega góður vitnisburður um hversu réttsýnir þingmenn okkar eru í þessum efnum. Íslendingar mega vera stoltir af Alþingi sínu í dag. Nú gilda sem sagt sömu lög um ættleiðingar fólks sem hefur kosið að eyða lífinu saman, hvort sem þar eru á ferðinni karl og kona, tvær konur eða tveir karlar. Og ekki er síður mikilvægt að nú er búið að leiðrétta það hróplega misrétti að samkynhneigð pör, sem kjósa sambúð í stað staðfestrar samvistar, hafa ekki notið sömu réttinda þegar kemur að almannatryggingum, erfðarétti, félagslegri aðstoð eða skattalegu hagræði, og gagnkynhneigð pör sem er skráð í sambúð í opinberum plöggum. Ekki þarf mikinn lögspeking til að átta sig á því að allt fram á þennan dag hefur þetta misrétti í lagaumhverfinu verið nokkuð augljóst brot á sjálfri stjórnarskrá landsins þar sem kveðið er á um að "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." Þessi fallega málsgrein úr stjórnarskránni leiðir svo aftur hugann að þeim boðskap kristinnar trúar að allir menn séu jafnir fyrir Guði. Ekki er eins og sá kærleiksboðskapur frelsarans sé alfarið við lýði innan íslensku þjóðkirkjunnar, sem hefur ekki sýnt mikinn skilning á tillögum um að trúfélög fái heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband. Biskup Íslands hefur verið í fararbroddi þeirra sem eru mótfallnir þeirri hugmynd. Hefur hann reyndar mótmælt henni með harðskeyttari hætti en við var að búast af forystumanni þjóðkirkju í eins frjálslyndu landi og Ísland er. Ekki er hægt annað en að vonast til að fagurt fordæmi Alþingis verði biskupi innblástur og að innan skamms muni þjóðkirkjan bjóða alla velkomna í guðshús sín, til að fá þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa frammi fyrir guði og mönnum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun