Viðskipti erlent

Olía hækkaði í verði

Bensíndælur.
Bensíndælur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði annan daginn í röð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Verð á Norðursjávarolíu fór niður í 60,31 bandaríkjadali á markaði í Lundúnum í Bretlandi á miðvikudag en verðið hefur ekki verið lægra síðan í byrjun mars. Sérfræðingar telja lækkanaferlinu lokið í bili.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í nóvember, hækkaði um 50 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 62,06 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður á sama tíma, hækkaði um 45 sent og fór í 61,94 dali á tunnu.

Hráolíuverð fór yfir 78 dali á tunnu í kjölfar innrásar Ísraelshers í Líbanon um miðjan júlí. Frá því vopnahlé var gert um mánuði síðar hófst lækkanaferli á olíuverði og hefur það farið niður um 20 prósent síðan þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×