Vatnajökull; eldrisi undir stjórn Landsvirkjunar? 22. september 2006 06:00 Í Fréttablaðinu sunnudaginn 27. ágúst birtist ágæt umfjöllun um bráðnun um Vatnajökuls og áhrif á Kárahnjúkavirkjun. Þar er haft eftir Sveinbirni Björnssyni, sérfræðingi hjá Landsvirkjun, að síðasta flóð í Jökulsá á Brú, sem sé líkleg afleiðing af eldgosi undir jöklinum, liggi undir öskulagi frá árinu 1158. Þessi ummæli eru áhugaverð því að eins langt og ritaðar heimildir ná hafa að meðaltali tvisvar á öld komið gríðarleg hlaup í Jökulsá á Brú, með miklum aur- og klakaburði. Orsök þessara stórflóða er ekki kunn en þó er líklegast að þau stafi af eldvirkni undir Vatnajökli. Öllum má vera ljóst að Kárahnjúkavirkjun stafar veruleg hætta af slíkum hlaupum þó að lítið sé gert úr afleiðingum þeirra í nýju áhættumati Landsvirkjunar. Það er ótrúleg óskhyggja af sérfræðingum Landsvirkjunar að álykta að aðeins stórhlaup í ánni á þjóðveldisöld hafi tengst eldvirkni en þau sem síðar hafa orðið séu vegna framskriða í Brúarjökli og því hættulaus. Með þessu hafa sérfræðingarnir að engu lýsingar heimamanna á atburðum í annálum, bréfum og frásögnum. Flóð í Jöklu: Framskrið eða hamfarahlaup? Framskrið eru þekkt í mörgum skriðjöklum hérlendis en þá skríða jöklarnir undan eigin þunga fram um nokkra kílómetra á skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum varð slíkt framskrið í Dyngjujökli en því fylgdu ekki umtalsverðir vatnavextir í Jökulsá á Fjöllum, að minnsta kosti ekki í frásögur færandi. Hamfarahlaup verða þegar jökulís bráðnar skyndilega sem afleiðing af eldgosi undir jöklinum. Skemmst er að minnast hamfarahlaups í Skeiðará í kjölfar Gjálpargossins árið 1996. Hlaupin einkennast af gífurlegum vatnavöxtum, miklum aurburði og megnum brennisteinsfnyk. Samfara eldvirkninni eru jarðskjálftar og nái gosið upp í gegnum ísinn sést gosmökkur, eldglæringar og verður öskufall. Athyglisvert er að sýnileg ummerki um gos í Vatnajökli virðast hverfa á skömmum tíma er ísinn umlykur þau. Það er því erfitt að átta sig á því hvort um eldgos hafi verið að ræða, nema það hafi skilið eftir sig rekjanlegt öskulag. Í lýsingum á hlaupum í Jökulsá á Brú er oft talað um fnyk, drunur og skjálfta, eldglæringar sjást og vatnið er þykkt af aur. Líklegt verður að teljast að Hafrahvammagljúfur séu einmitt mynduð í slíkum hlaupum. Slíkar lýsingar eiga vel við um hamfarahlaup tengd eldvirkni. Hlaup í Brúarjökli og Jökulsá eru þó ekki jafn skyndileg og í Skeiðará, heldur standa vatnavextirnir og áhrif þeirra mánuðum saman. Ástæðan kann að vera sú að undir Brúarjökli er engin askja þar sem vatn safnast, heldur streymir það fram jafnt og þétt. Sú spurning sem verður að leita svara við er hvort hlaupin í Jöklu séu af völdum framskriðs vegna uppsafnaðs fargs eða hamfarahlaup tengd eldvirkni. Annáll nokkurra atburða í Jökulsá á Brú Það er ljóst að virkjuninni stafar varla bein hætta af eldvirkni en að sama skapi kann henni að vera veruleg hætta búin vegna framskriða og/eða hlaupa í Jökulsá á Brú. Úr þessari hættu er gert lítið í nýju áhættumati og því er best að lesendur meti hver fyrir sig hvort verið sé að lýsa smávægilegum vatnavöxtum eða hamfarahlaupum: i. 1158 eða fyrr: Stórflóð sem nær vel uppúr gljúfrunum sem ef til vill tók af steinbrú á ánni. Sem þekkt er í Hrafnkelssögu Freysgoða ii. 1204 en eftir 1158 annað stórhlaup uppúr gljúfrunum. iii. Árið 1625 varð gífurlegt hlaup, gekk Jökulsá á Brú um 30 föðmum hærra en vant er og braut af sér brúna við Fossvelli. Á sama tíma varð vart umbrota í Vatnajökli og jarðskjálfta. iv. Árið 1638: Hinn 27. febrúar kom upp eldur með ógurlegum loga austur á fjöllum svo loftið varð hvarvetna í glæringum, en vötn öll á Austurlandi fylltust flóði og báru mikinn vikur á sjó út, en fyrir því að þá var vetur og eldurinn var fáa daga uppi, þá máttu menn ekki vita hvar hann brann (Skarðsannáll). v. Árið 1695 varð mikið hlaup í ánni, brúna tók af og var ný brú byggð og tekin í notkun árið 1698 (Fitjaannáll). vi. Um 1730 líklegt framhlaup í Brúarjökli, vatnavextir, brak og brestir. Sveinn Pálsson lýsir þessu í Jöklariti sínu og tekur það sérstaklega fram að vatn Jöklu sé mjög ljótt. Í Ferðabók Ólafs Ólavíusar er getið um óvenjuleg flóð í Jöklu sem standi með miklum vatnavöxtum í allt að 12 vikur. vii. 1810 framhlaup í Brúarjökli: Töðuhraukar sem jökullinn braut niður í hlaupinu 1889-1890 eru sagðir hafa myndast í þessu framhlaupi. viii. 21. ágúst 1872 heyrðust í Eiðaþinghá á Austurlandi og víðar dynkir og ógurlegir brestir, í stefnu á öræfin upp af Fljótsdal. Töldu menn þetta vera eldgosabresti og umbrot í Brúarjökli eða einhversstaðar norðan til í Vatnajökli. ix. Árið 1890. Fyrir jól 1889 varð vart við óvenjulegan vöxt og jökulkorg í ám sem falla undan Brúarjökli, sem fór vaxandi. Um hátíðir var leirburður orðinn svo mikill, að ef sökkt var fötu í ánna og vatnið látið setjast, var nær helmingur jökulleðja. Sauðamaður í Hjaltastaðaþinghá sá um nýárið eld mikinn hlaupa upp í jöklinum, inn til Snæfells. Um svipað leyti urðu menn varir við nokkra jarðskjálfta. Dunur og dynkir heyrðust líka um veturinn og vorið. Eina helgi í júlí varð mikill jakaburður og vatnavöxtur í Jökulsá er hélst í nokkra daga. Skömmu síðar fóru tveir menn inn á Vesturöræfi og sáu þeir það að Brúarjökull var allur brotinn og hlaupinn um 10 kílómetra (frá Elliðaánum út að Gróttu). Jökulbrúnin reis hátt eða eina 60-70 metra og hafði flett upp og yfir sig grónu landi. Í suðvestur af Snæfelli sást í gjá sem lá frá austri til vesturs í jöklinum. Breyting varð á rennsli jökulkvíslanna í þessum umbrotum. Í þessu hlaupi mynduðust hraukarnir Kringilsárrana sem eru einstæðir á heimsmælikvarða. x. Í júlí 1903 varð allnokkurt öskufall um Austurland. Jökulsá á Brú varð óvenju vatnsmikil, hugsanlega eldgos ofan Brúarjökuls. xi. Í júlí 1934 varð umtalsvert hlaup í Jökulsá með miklum aurburði. Þar sem áin fór yfir tún var ekki nytjað næstu ár á eftir vegna sands. Einn maður fórst í hlaupinu þegar ólgandi straumurinn skall á kláfnum yfir ána. xii. Árið 1938 varð fremur lítið fframhlaup með vatnavöxtum í Brúarjökli. xiii. Árið 1963 varð mikið framhlaup í Brúarjökli og vöxtur í Jökulsá með miklum aurburði. Engar heimildir eru um eldgos þó það sé ekki útilokað. Hámarki náðu vatnavextir haustið 1964 og hefur áin ekki staðið svo hátt síðan. Ummerki um þetta hlaup er víða að finna við ána en miklar hrúgur af grófum sandi standa enn uppi í lækjarfarvegum. Aurburðurinn var gífurlegur svo áin fyllti farveg sinn á Héraðsandi. Í kjölfarið voru reistir varnarveggir, m.a. við Hnitbjörg, til varnar því að áin bryti frekara land. Hlaupið stóð í rúmt ár og í kjölfarið hófust vatna- og svifaursmælingar, vorið 1965. Þegar reisa á mannvirki fyrir hundruð milljóna króna þarf áhættumat að taka tillit til allra þátta. Í áhættumati er eldvirkni sleppt enda ekki um bein áhrif að ræða heldur afleiðingar eldvirkni í fjarlægri eldstöð. Hugsanlegt er að hlaupin í Jöklu eigi sér aðrar orsakir en það breytir ekki því að afleiðingarnar kunna að vera alvarlegar með jakaburði, vatnavöxtum og aurburði. Mælingar sem notaðar eru til grundvallar á væntanlegum líftíma lónsins eru meðaltal svifaursmælinga frá árinu 1965. Grófa efnið, sandur og möl hafði þá fyrir löngu sest til og er ekki með í útreikningum en nákvæmlega þetta efni mun setjast til á lónsbotninum við stífluna. Starfstími Kárahnjúkavirkjunar kann því að verða mun styttri en gert er ráð fyrir í áætlunum og arðsemi hennar enn minni er ráð er fyrir gert. Af framansögðu er vonandi ljóst að hlaup í Jökulsá á Brú geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Eitt ráð sem hægt er að taka í þessari stöðu og með tilliti til hins veika berggrunns sem stíflurnar standa á, er að lækka lónhæðina. Með því að lækka hámarksvatnshæð í Hálslóni gefst svigrúm til að grípa til aðgerða komi stórflóð í Jökulsá, eins og líklegt er að gerist á næstu þrjátíu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 27. ágúst birtist ágæt umfjöllun um bráðnun um Vatnajökuls og áhrif á Kárahnjúkavirkjun. Þar er haft eftir Sveinbirni Björnssyni, sérfræðingi hjá Landsvirkjun, að síðasta flóð í Jökulsá á Brú, sem sé líkleg afleiðing af eldgosi undir jöklinum, liggi undir öskulagi frá árinu 1158. Þessi ummæli eru áhugaverð því að eins langt og ritaðar heimildir ná hafa að meðaltali tvisvar á öld komið gríðarleg hlaup í Jökulsá á Brú, með miklum aur- og klakaburði. Orsök þessara stórflóða er ekki kunn en þó er líklegast að þau stafi af eldvirkni undir Vatnajökli. Öllum má vera ljóst að Kárahnjúkavirkjun stafar veruleg hætta af slíkum hlaupum þó að lítið sé gert úr afleiðingum þeirra í nýju áhættumati Landsvirkjunar. Það er ótrúleg óskhyggja af sérfræðingum Landsvirkjunar að álykta að aðeins stórhlaup í ánni á þjóðveldisöld hafi tengst eldvirkni en þau sem síðar hafa orðið séu vegna framskriða í Brúarjökli og því hættulaus. Með þessu hafa sérfræðingarnir að engu lýsingar heimamanna á atburðum í annálum, bréfum og frásögnum. Flóð í Jöklu: Framskrið eða hamfarahlaup? Framskrið eru þekkt í mörgum skriðjöklum hérlendis en þá skríða jöklarnir undan eigin þunga fram um nokkra kílómetra á skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum varð slíkt framskrið í Dyngjujökli en því fylgdu ekki umtalsverðir vatnavextir í Jökulsá á Fjöllum, að minnsta kosti ekki í frásögur færandi. Hamfarahlaup verða þegar jökulís bráðnar skyndilega sem afleiðing af eldgosi undir jöklinum. Skemmst er að minnast hamfarahlaups í Skeiðará í kjölfar Gjálpargossins árið 1996. Hlaupin einkennast af gífurlegum vatnavöxtum, miklum aurburði og megnum brennisteinsfnyk. Samfara eldvirkninni eru jarðskjálftar og nái gosið upp í gegnum ísinn sést gosmökkur, eldglæringar og verður öskufall. Athyglisvert er að sýnileg ummerki um gos í Vatnajökli virðast hverfa á skömmum tíma er ísinn umlykur þau. Það er því erfitt að átta sig á því hvort um eldgos hafi verið að ræða, nema það hafi skilið eftir sig rekjanlegt öskulag. Í lýsingum á hlaupum í Jökulsá á Brú er oft talað um fnyk, drunur og skjálfta, eldglæringar sjást og vatnið er þykkt af aur. Líklegt verður að teljast að Hafrahvammagljúfur séu einmitt mynduð í slíkum hlaupum. Slíkar lýsingar eiga vel við um hamfarahlaup tengd eldvirkni. Hlaup í Brúarjökli og Jökulsá eru þó ekki jafn skyndileg og í Skeiðará, heldur standa vatnavextirnir og áhrif þeirra mánuðum saman. Ástæðan kann að vera sú að undir Brúarjökli er engin askja þar sem vatn safnast, heldur streymir það fram jafnt og þétt. Sú spurning sem verður að leita svara við er hvort hlaupin í Jöklu séu af völdum framskriðs vegna uppsafnaðs fargs eða hamfarahlaup tengd eldvirkni. Annáll nokkurra atburða í Jökulsá á Brú Það er ljóst að virkjuninni stafar varla bein hætta af eldvirkni en að sama skapi kann henni að vera veruleg hætta búin vegna framskriða og/eða hlaupa í Jökulsá á Brú. Úr þessari hættu er gert lítið í nýju áhættumati og því er best að lesendur meti hver fyrir sig hvort verið sé að lýsa smávægilegum vatnavöxtum eða hamfarahlaupum: i. 1158 eða fyrr: Stórflóð sem nær vel uppúr gljúfrunum sem ef til vill tók af steinbrú á ánni. Sem þekkt er í Hrafnkelssögu Freysgoða ii. 1204 en eftir 1158 annað stórhlaup uppúr gljúfrunum. iii. Árið 1625 varð gífurlegt hlaup, gekk Jökulsá á Brú um 30 föðmum hærra en vant er og braut af sér brúna við Fossvelli. Á sama tíma varð vart umbrota í Vatnajökli og jarðskjálfta. iv. Árið 1638: Hinn 27. febrúar kom upp eldur með ógurlegum loga austur á fjöllum svo loftið varð hvarvetna í glæringum, en vötn öll á Austurlandi fylltust flóði og báru mikinn vikur á sjó út, en fyrir því að þá var vetur og eldurinn var fáa daga uppi, þá máttu menn ekki vita hvar hann brann (Skarðsannáll). v. Árið 1695 varð mikið hlaup í ánni, brúna tók af og var ný brú byggð og tekin í notkun árið 1698 (Fitjaannáll). vi. Um 1730 líklegt framhlaup í Brúarjökli, vatnavextir, brak og brestir. Sveinn Pálsson lýsir þessu í Jöklariti sínu og tekur það sérstaklega fram að vatn Jöklu sé mjög ljótt. Í Ferðabók Ólafs Ólavíusar er getið um óvenjuleg flóð í Jöklu sem standi með miklum vatnavöxtum í allt að 12 vikur. vii. 1810 framhlaup í Brúarjökli: Töðuhraukar sem jökullinn braut niður í hlaupinu 1889-1890 eru sagðir hafa myndast í þessu framhlaupi. viii. 21. ágúst 1872 heyrðust í Eiðaþinghá á Austurlandi og víðar dynkir og ógurlegir brestir, í stefnu á öræfin upp af Fljótsdal. Töldu menn þetta vera eldgosabresti og umbrot í Brúarjökli eða einhversstaðar norðan til í Vatnajökli. ix. Árið 1890. Fyrir jól 1889 varð vart við óvenjulegan vöxt og jökulkorg í ám sem falla undan Brúarjökli, sem fór vaxandi. Um hátíðir var leirburður orðinn svo mikill, að ef sökkt var fötu í ánna og vatnið látið setjast, var nær helmingur jökulleðja. Sauðamaður í Hjaltastaðaþinghá sá um nýárið eld mikinn hlaupa upp í jöklinum, inn til Snæfells. Um svipað leyti urðu menn varir við nokkra jarðskjálfta. Dunur og dynkir heyrðust líka um veturinn og vorið. Eina helgi í júlí varð mikill jakaburður og vatnavöxtur í Jökulsá er hélst í nokkra daga. Skömmu síðar fóru tveir menn inn á Vesturöræfi og sáu þeir það að Brúarjökull var allur brotinn og hlaupinn um 10 kílómetra (frá Elliðaánum út að Gróttu). Jökulbrúnin reis hátt eða eina 60-70 metra og hafði flett upp og yfir sig grónu landi. Í suðvestur af Snæfelli sást í gjá sem lá frá austri til vesturs í jöklinum. Breyting varð á rennsli jökulkvíslanna í þessum umbrotum. Í þessu hlaupi mynduðust hraukarnir Kringilsárrana sem eru einstæðir á heimsmælikvarða. x. Í júlí 1903 varð allnokkurt öskufall um Austurland. Jökulsá á Brú varð óvenju vatnsmikil, hugsanlega eldgos ofan Brúarjökuls. xi. Í júlí 1934 varð umtalsvert hlaup í Jökulsá með miklum aurburði. Þar sem áin fór yfir tún var ekki nytjað næstu ár á eftir vegna sands. Einn maður fórst í hlaupinu þegar ólgandi straumurinn skall á kláfnum yfir ána. xii. Árið 1938 varð fremur lítið fframhlaup með vatnavöxtum í Brúarjökli. xiii. Árið 1963 varð mikið framhlaup í Brúarjökli og vöxtur í Jökulsá með miklum aurburði. Engar heimildir eru um eldgos þó það sé ekki útilokað. Hámarki náðu vatnavextir haustið 1964 og hefur áin ekki staðið svo hátt síðan. Ummerki um þetta hlaup er víða að finna við ána en miklar hrúgur af grófum sandi standa enn uppi í lækjarfarvegum. Aurburðurinn var gífurlegur svo áin fyllti farveg sinn á Héraðsandi. Í kjölfarið voru reistir varnarveggir, m.a. við Hnitbjörg, til varnar því að áin bryti frekara land. Hlaupið stóð í rúmt ár og í kjölfarið hófust vatna- og svifaursmælingar, vorið 1965. Þegar reisa á mannvirki fyrir hundruð milljóna króna þarf áhættumat að taka tillit til allra þátta. Í áhættumati er eldvirkni sleppt enda ekki um bein áhrif að ræða heldur afleiðingar eldvirkni í fjarlægri eldstöð. Hugsanlegt er að hlaupin í Jöklu eigi sér aðrar orsakir en það breytir ekki því að afleiðingarnar kunna að vera alvarlegar með jakaburði, vatnavöxtum og aurburði. Mælingar sem notaðar eru til grundvallar á væntanlegum líftíma lónsins eru meðaltal svifaursmælinga frá árinu 1965. Grófa efnið, sandur og möl hafði þá fyrir löngu sest til og er ekki með í útreikningum en nákvæmlega þetta efni mun setjast til á lónsbotninum við stífluna. Starfstími Kárahnjúkavirkjunar kann því að verða mun styttri en gert er ráð fyrir í áætlunum og arðsemi hennar enn minni er ráð er fyrir gert. Af framansögðu er vonandi ljóst að hlaup í Jökulsá á Brú geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Eitt ráð sem hægt er að taka í þessari stöðu og með tilliti til hins veika berggrunns sem stíflurnar standa á, er að lækka lónhæðina. Með því að lækka hámarksvatnshæð í Hálslóni gefst svigrúm til að grípa til aðgerða komi stórflóð í Jökulsá, eins og líklegt er að gerist á næstu þrjátíu árum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun