Það þarf rökstuddan grun um afbrot 22. september 2006 07:00 TAKMARKAÐAR HEIMILDIR Lögregla getur ekki látið til skarar skríða í málum er varða þjóðaröryggi nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða. Lögregla hér á landi getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um möguleika þess að grípa inn í mál, sem gætu bent til yfirvofandi hryðjuverka. Björn bendir á að á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið verulegt starf til að móta inntak forvirkra aðferða í ljósi breyttra áherslna þegar krafa sé gerð um að lögregla rannsaki ekki aðeins afbrot heldur haldi einnig úti rannsóknum til að koma í veg fyrir afbrot. Rannsóknir lögreglu í því skyni að koma í veg fyrir afbrot megi kenna við forvörn sem byggist á greiningu á atvikum og ábendingum. Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningardeild hér á landi til þess að vekja athygli almennings, stjórnmálamanna og annarra á því að við erum í sérstakri stöðu. Síðan verðum við að átta okkur á því hvort við viljum ganga skrefi lengra eða ekki. Ég vil eiga samstarf við stjórnmálamenn úr öllum flokkum um þetta mál og hef stuðlað að því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, heldur mál sem við stöndum frammi fyrir sem berum ábyrgð á öryggi Íslendinga. Við verðum að átta okkur á því hvernig staðan er í þessum málum. Björn segir að ekki verði gengið lengra en gert hefði verið með samþykkt laga um breytingar á lögreglulögum 2. júní, án þess að komið verði á fót eftirlitskerfi Alþingis með störfum öryggis- og greiningardeildar og sett verði þar um sérstök lög, með tilliti til þess sem menn hafi verið að gera í nágrannalöndunum. Þar hafi verið farnar mismunandi leiðir. Í Noregi eru sérstök lög um öryggis- og greiningarþjónustu og í Danmörku er um að ræða sérstakan hluta af réttarfars- og lögreglulöggjöf. Hér hefur verið dregin upp sú mynd af málinu að verið sé að fara út á eitthvert svið sem sé algjörlega óþekkt, en því fer fjarri, eins og þeir geta komist að raun um sem vilja kynna sér stöðu mála í nágrannalöndunum. Björn segir enn fremur að starfssvið öryggis- og greiningarþjónustu myndi ekki einskorðast við þjóðaröryggismál, heldur einnig aðferðir til að takast á við mansal, skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnamál og fleira af því tagi. Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Lögregla hér á landi getur ekki farið fram á heimild dómara til að beita sérstökum rannsóknaraðferðum nema um rökstuddan grun um afbrot sé að ræða, segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um möguleika þess að grípa inn í mál, sem gætu bent til yfirvofandi hryðjuverka. Björn bendir á að á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið verulegt starf til að móta inntak forvirkra aðferða í ljósi breyttra áherslna þegar krafa sé gerð um að lögregla rannsaki ekki aðeins afbrot heldur haldi einnig úti rannsóknum til að koma í veg fyrir afbrot. Rannsóknir lögreglu í því skyni að koma í veg fyrir afbrot megi kenna við forvörn sem byggist á greiningu á atvikum og ábendingum. Ég hef verið að vekja máls á þörf fyrir öryggis- og greiningardeild hér á landi til þess að vekja athygli almennings, stjórnmálamanna og annarra á því að við erum í sérstakri stöðu. Síðan verðum við að átta okkur á því hvort við viljum ganga skrefi lengra eða ekki. Ég vil eiga samstarf við stjórnmálamenn úr öllum flokkum um þetta mál og hef stuðlað að því. Þetta er ekki flokkspólitískt mál, heldur mál sem við stöndum frammi fyrir sem berum ábyrgð á öryggi Íslendinga. Við verðum að átta okkur á því hvernig staðan er í þessum málum. Björn segir að ekki verði gengið lengra en gert hefði verið með samþykkt laga um breytingar á lögreglulögum 2. júní, án þess að komið verði á fót eftirlitskerfi Alþingis með störfum öryggis- og greiningardeildar og sett verði þar um sérstök lög, með tilliti til þess sem menn hafi verið að gera í nágrannalöndunum. Þar hafi verið farnar mismunandi leiðir. Í Noregi eru sérstök lög um öryggis- og greiningarþjónustu og í Danmörku er um að ræða sérstakan hluta af réttarfars- og lögreglulöggjöf. Hér hefur verið dregin upp sú mynd af málinu að verið sé að fara út á eitthvert svið sem sé algjörlega óþekkt, en því fer fjarri, eins og þeir geta komist að raun um sem vilja kynna sér stöðu mála í nágrannalöndunum. Björn segir enn fremur að starfssvið öryggis- og greiningarþjónustu myndi ekki einskorðast við þjóðaröryggismál, heldur einnig aðferðir til að takast á við mansal, skipulagða glæpastarfsemi, fíkniefnamál og fleira af því tagi.
Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent