Stunduðu njósnir áratugum saman 22. september 2006 18:46 Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira