Stunduðu njósnir áratugum saman 22. september 2006 18:46 Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira