Innlent

Um 5000 manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík

Mynd/Stefán
Hátt í fimm þúsund manns kynntu sér starfsemi álversins í Straumsvík í dag þegar álverið var opnað fyrir almenning. Boðið var upp a skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna, sem og menningu og fræðslu af ýmsum toga fyrir unga sem aldna. Til að lágmarka umferð einkabíla um svæðið voru rútuferðir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjarðarkaupa við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Álverið var síðast opnað almenningi fyrir níu árum eða um það leyti sem kerskáli þrjú var tekinn í notkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×