Sport

Engin vandræði í okkar herbúðum

Edgar Davids og félagar í Tottenham hafa byrjað leiktíðina mjög illa, en væntingarnar á þeim bænum eru miklar í vetur
Edgar Davids og félagar í Tottenham hafa byrjað leiktíðina mjög illa, en væntingarnar á þeim bænum eru miklar í vetur NordicPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Edgar Davids hjá Tottenham hefur vísað fregnum um slagsmál í búningsherbergjum liðsins á bug, en talað var um að hann og Didier Zokora hefðu flogist á eftir hörmulega frammistöðu liðsins í tapleik gegn Everton um síðustu helgi.

Davids er mikill keppnismaður og á síðustu leiktíð lenti hann í illdeilum við Robbie Keane á æfingasvæði félagsins, en það mál leystist á farsælan hátt. Sögusagnir í vikunni hermdu að Davids hefði slegist við Didier Zokora, nýjan leikmann Tottenham, eftir 2-0 tap liðsins gegn Everton um síðustu helgi. Davids var sagður hafa gagnrýnt Zokora harðlega fyrir frammistöðu sína með fyrrgreindum afleiðingum.

"Það er reykur um allt, en hvergi logar eldur," sagði Davids þegar hann var spurður út í atvikið. "Maður getur rifist við vini sína, en það kemur oft fyrir og ég sé ekki að það sé stórt mál. Það er sama hvar ég er eða hvert ég fer, allir þekkja mig og því fylgir ákveðin pressa. Ég tók á mig launalækkun til að ganga í raðir Tottenham og því er ég hérna til að ná árangri, en ekki til að græða peninga," sagði Davids.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×