Innlent

Eltu ökumann og farþega á hlaupum

MYND/Haraldur

Lögrelgan í Reykjavík reyndist sneggri í gær en ökumenn og farþegar bíls sem reyndu að stinga hana af.

Eltingaleikurinn hófst í miðbænum nótt þar sem lögreglan mældi bíl fólksins á nítíu og níu kílómetra hraða, þar er hámarkshraði 60 kílómetrar. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglu heldur gaf í og gerði tilraun til að stinga lögregluna af. Hann missti stjórn á bílnum og hafnaði á staur. Þó að bílinn hafi skemmst nokkuð slasaðist enginn og tóku bæði bílstjórinn og farþegar til fótanna. Lögreglan reyndust hins vegar sneggri í hlaupunum og náði fólkinu fljótlega. Ekki leikur grunur á að bílstjórinn hafi verið ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×