Hlutabréf í Straumi-Burðarási hafa lækkað um fimmtung eftir að FL Group keypti fjórðungshlut í félaginu af þeim Kristni Björnssyni og Magnúsi Kristinssyni í lok júní.
Í gær gengu viðskiptin í gegnum kerfi Kauphallar Íslands og var hlutafé FL Group hækkað við það tilefni um 28 milljarða króna að markaðsvirði. Gríðarleg velta var á markaði gærdagsins sem rekja má til þessara viðskipta.
Gengi Straums stendur nú í 15,8 krónum á hlut en viðskiptin fóru fram á 18,9.