Ungur maður kýldi dyravörð á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt með þeim afleiðingum að sauma þurfti í vör dyravarðarins og ein tönn hans reyndist brotin. Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og látinn gista fangageymslur. Honum var sleppt úr haldi í gær en ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna maðurinn reiddist dyraverðinum svo.
Þá voru fimm ungir menn handteknir í Eyjum í fyrrinótt fyrir að brjóta rúðu í verslun í bænum.
Veður í Eyjum batnaði til muna í gær, en það hafði verið afar slæmt nóttina áður.