Erlent

Allt fullt á Akureyri nema búðarhillurnar

Akureyri er vinsælasti staðurinn þessa verslunarmannahelgina en þangað hafa átján þúsund manns lagt leið sína. Öll tjaldstæði eru fullnýtt og farið að bera á  vöruskorti í höfuðstað Norðurlands.

Akureyringar eru orðnir að minnihlutahópi í heimabæ sínum á hátíðinni Einni með öllu. Sú er alla vega raunin ef skipuleggjendur hátíðarinnar hafa rétt fyrir sér þegar þeir áætla að átján þúsund manns séu komnir í bæinn til að njóta hátíðarinnar.

Seinni partinn í gær var bíll við bíl niður Öxnadal til Akureyrar og öll tjaldstæði voru orðin full um miðnætti. Þeir sem komið hafa eftir þann tíma hafa því þurft að finna sér gistingu í heimahúsum, á hótelum eða utanbæjar.

Ekki er nóg með að tjaldstæði hafi fyllst. Búðahillur tæmast örar en svo að starfsfólk hafi við að fylla í þær og eitthvað mun vera farið að bera á vöruskorti.

Ein alvarleg líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í dag eftir að maður var barinn þannig að hann bein í andliti hans brotnuðu. Átján fíkniefnamál komu inn á borð lögreglu en seinni partinn í dag hafði engin nauðgun verið kærð að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×