Innlent

Hafa gripið til skömmtunar

Lundi Eftirspurn eftir reyktum lunda hefur slegið öll met í sumar.
Lundi Eftirspurn eftir reyktum lunda hefur slegið öll met í sumar.

Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að reyktur lundi selst upp, segir Magnús Bragason, lundasölumaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að menn hafi ætíð byrgt sig upp fyrir þjóðhátíð en núna hafi eftirspurnin slegið öll met.

Magnús telur skýringuna vera þá að nú sé mun meira af gömlum Vestmannaeyingum á þjóðhátíð og því hafi eftirspurnin verið svo mikil. Gripið var til þess ráðs að skammta lunda svo að sem flestir gætu fengið eitthvað.

Veiðin hefur að mestu gengið vel í sumar en slaknað síðustu daga. Lundinn flýgur ekki í logni og það hefur verið svo mikil blíða hér að hann hefur haldið sig í holunum, segir Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×