Valgerður segir Samfylkinguna vera að losa sig frá ábyrgð 30. ágúst 2006 18:12 Mynd/Gunnar V. Andrésson Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir stjórnarandstöðuna standa að upphlaupi vegna greinagerðar Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun. Hún segir Samfylkinguna hafa beðið eftir tækifæri til að losa sig frá ábyrgð í málinu. Greinagerð Gríms og meðhöndlun hennar er meðal þess sem er til umræðu á fundi iðnaðarnefndar í dag. Iðnaðarnefnd fundar nú um málefni Kárahnjúka og hafði minnihlutinn í nefndinni farið fram á það við formanninn að Valgerður yrði boðuð á fundinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvort Valgerður er á fundinum en hún hefur verið harkalega gagnrýnd að undanförnu fyrir að leyna athugasemdum Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings fyrir Alþingi. Athugasemdirnar samdi Grímur þegar hann lá heima veikur í febrúar 2002. Hann sendi síðan Þorkatli Helgasyni orkumálastjóra athugasemdirnar sem fljótlega hafði samband við Landsvirkjun vegna þeirra. Skömmu síðar var haldinn fundur hjá Landsvirkjun þar sem sérfræðingar Landsvirkjunar fóru yfir athugasemdir Gríms og svöruðu þeim. Athugasemdirnar og svör sérfræðinganna voru ekki send til Valgerðar Sverrisdóttur til umfjöllunar fyrr en síðar en fundað var um málið innan iðnaðarráðuneytisins. Í pistli á heimasíðu sinni, Valgerdur.is staðfestir Valgerður þetta. Orðrétt segir Valgerður: Mér finnst það hins vegar ekki skipta höfuðmáli í þessu samhengi þar sem ég var iðnaðarráðherra á þessum tíma og skorast ekki undan þeirri ábyrgð sem því embætti fylgir. Auk þess er ég algjörlega þeirrar skoðunar að meðferð málsins hafi verið rétt og að mat embættismanna og sérfræðinga á athugasemdunum hafi verið eðlilegt og sanngjarnt. Valgerður segir stjórnarandstöðuna standa að því upphlaupi sem einkennt hefur umræðuna síðustu daga og spyr hvernig á því standi þar sem athugasemdir Gríms hafi verið upp á borðinu í rúm þrjú ár. Hún segir formann vinstri grænna augljóslega hafa metið málið svo á sínum tíma að málsmeðferð þess hafi ekki verið óeðlileg enda hafi hann ekki séð ástæðu til að ræða það fyrr. Þá gagnrýnir hún Samfylkinguna fyrir að hafa ekki tekið málið til efnislegrar umræðu á Alþingi þar sem þeir hafi haft athugasemdir Gríms undir höndum í tæp fjögur ár. Að lokum segir Valgerður að Samfylkingin sé búin að vera að bíða eftir tækifæri til þess að losa sig frá ábyrgð málsins, þrátt fyrir að meirihluti þingflokksins hafi stutt frumvarpið á sínum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira