Viðskipti erlent

Svíar hækka stýrivexti

Riksbank, Seðlabanki Svíþjóðar, hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í dag og standa vextir bankans í 2,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar segir að hagvöxtur í Svíþjóð hafi vaxið umfram væntingar og sé verðbólga meiri en búast hafi verið við. Gengi sænsku krónunnar lækkaði lítillega í kjölfarið.

Almennt var búist við hækkuninni og því kom hún ekki á óvart, að sögn fjármálaritsins Buisness Week. Greiningaraðilum kom lækkun krónunnar hins vegar á óvart en horft var til þess að hún myndi hækka.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×