Innlent

Ökumenn kærulausir í sumar

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum MYND/Guðmundur

Daglega þarf lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af kærulausum ökumönnum sem ekki fara eftir settum reglum. Á meðal þeirra reglna sem þessir ökumenn fara ekki eftir er að spenna beltin, nota handfrjálsan búnað og aka á löglegum hraða. Þá hefur fólk ekið um á nagladekkjum um hásumar og ekið niður hæðarslár.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu og meðal þess sem nýverið hefur komið upp á er að: "Lögreglan stöðvaði líka ökumann fyrir framúrakstur en sá ók yfir óbrotna lína. Slíkt framferði er vítavert og setur vegfarendur í mikla hættu. Einnig brennur við að fólk hefur ökuskírteinið ekki meðferðis eða lætur hjá líða að endurnýja það. Slíkt tilfelli kom upp í gær en viðkomandi hafði auk þess ekki virt ákvæði um skoðun og því voru skrásetningarnúmer klippt af bifreið hans. Þá stöðvaði lögreglan ungan mann á vörubifreið en sá hafði ekki réttindi til að stjórna slíku ökutæki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×