Sport

Fleiri hallast að sigri Pittsburgh

Pittsburgh og Seattle keppa um Ofurskálina á sunnudagskvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn
Pittsburgh og Seattle keppa um Ofurskálina á sunnudagskvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages

Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudagskvöldið þar sem Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks leiða saman hesta sína í Detroit.

Fleiri hallast að sigri Pittsburgh á sunnudaginn, en geysisterkur heimavöllur hefur fleytt liði Seattle mjög langt í keppni vetrarins. Bill Cowher, þjálfari Pittsburgh hefur verið lengur við stjórnvölinn en nokkur annar þjálfari í NFL deildinni, en hann hefur stýrt liðinu í 14 ár án þess að krækja í titil. Kollegi hans hjá Seattle, Mike Holmgren, veit aftur upp á hár hvernig er að landa ofurskálinni eftirsóttu, því hann landaði titlinum með Green Bay Packers árið 1997.

Lið Seattle er að spila til úrslita í fyrsta skipti í 30 ára sögu félagsins, en Pittsburgh liðið hefur fjórum sinnum orðið meistari og það var á árunum 1975-80. Leikurinn verður eins og áður sagði í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 23:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×