Sport

Ætlar sér sigur gegn Tottenham í dag

Spilar sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd. á Old Trafford í dag.
Spilar sinn fyrsta leik fyrir Man. Utd. á Old Trafford í dag. Getty Images

Miðjumaðurinn Michael Carrick spilar í fyrsta sinn á sínum nýja heimavelli, Old Trafford, þegar Man. Utd mætir hans gamla félagi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carrick kveðst ekki ætla að taka létt á sínum fyrrum félögum.

Sem kunnugt er keypti Sir Alex Ferguson Carrick á tæpar 19 milljónir punda í sumar og virðist sem að Martin Jol, stjóra Tottenham, hafi ekki tekist að fylla það skarð sem enski landsliðsmaðurinn skildi eftir sig. Carrick segist einbeittur að því að ná sigri í hverjum leik með Man. Utd og engu máli skipti hver andstæðingurinn er.

"Sigrar skila stigum og stig skila titlinum. Minn æðsti draumur er að vinna enska meistaratitilinn og ég held að ég eigi góða möguleika á því með Man. Utd.," segir Carrick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×