Blair hvetur til einingar 9. september 2006 12:15 Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Í ræðu sinni sagði hann mikilvægt fyrir félaga í Verkamannaflokknum að móta stefnu til framtíðar og leggja niður innanflokksdeilur ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Flokkurinn yrði að endurskilgreina sig og markmið sín og persónulegum árásum yrði að linna. Skilgeina þyrfti með skýrum hætti stefnu Verkamannaflokksins í öryggismálum nú þegar barist sé gegn hryðjuverkum, huga þurfi að lífeyrismálum eldri borgara og ekki síst umhverfismálum. Til átaka hefur komið innan flokksins í vikunni og margir flokksmenn krafist þess að Blair tilgreindi hvenær hann ætlaði að hætta til að hleypa nýjum flokksleiðtoga að. Það var svo á fimmtudaginn sem forsætisráðherrann sagði næstu ræðu sína á flokksþingi síðar í þessum mánuði verða sína síðustu sem leiðtogi flokksins. Margir flokksmenn voru þá ósáttir við að hann skildi ekki tímasetja brotthvarf sitt með skýrari hætti. Stjórnmálaskýrendur hafa síðan þá sagt að svo virðist sem Blair og Gordon Brown, fjármálaráðherra og líklegasti arftaki Blairs, hafi komist að samkomulagi. Charles Clark, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur gagnrýnt Brown harðlega og sagt hann hafa skapað glundroða í flokknum. Hann segir Brown ekki geta gengið út frá því sem vísu að hann verði næsti leiðtogi. Þegar bílalest Blairs kom að fundarstað í morgun kom til smávægilegra átaka milli andstæðinga Íraksstríðsins og lögreglu. Engan sakaði í þeim átökum svo vitað sé. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan fundarstað í Lundúnum í morgun. Þar inni flutti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sína fyrstu ræðu eftir að hann tilkynnti fyrir helgi að hann myndi víkja sem formaður Verkamannaflokksins og forsætisráðherra innan árs. Blair ávarpaði tíu ára afmælisráðstefnu svokallaðra Framfarasamtaka í Bretlandi. Í ræðu sinni sagði hann mikilvægt fyrir félaga í Verkamannaflokknum að móta stefnu til framtíðar og leggja niður innanflokksdeilur ef sigur ætti að nást í næstu kosningum. Flokkurinn yrði að endurskilgreina sig og markmið sín og persónulegum árásum yrði að linna. Skilgeina þyrfti með skýrum hætti stefnu Verkamannaflokksins í öryggismálum nú þegar barist sé gegn hryðjuverkum, huga þurfi að lífeyrismálum eldri borgara og ekki síst umhverfismálum. Til átaka hefur komið innan flokksins í vikunni og margir flokksmenn krafist þess að Blair tilgreindi hvenær hann ætlaði að hætta til að hleypa nýjum flokksleiðtoga að. Það var svo á fimmtudaginn sem forsætisráðherrann sagði næstu ræðu sína á flokksþingi síðar í þessum mánuði verða sína síðustu sem leiðtogi flokksins. Margir flokksmenn voru þá ósáttir við að hann skildi ekki tímasetja brotthvarf sitt með skýrari hætti. Stjórnmálaskýrendur hafa síðan þá sagt að svo virðist sem Blair og Gordon Brown, fjármálaráðherra og líklegasti arftaki Blairs, hafi komist að samkomulagi. Charles Clark, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur gagnrýnt Brown harðlega og sagt hann hafa skapað glundroða í flokknum. Hann segir Brown ekki geta gengið út frá því sem vísu að hann verði næsti leiðtogi. Þegar bílalest Blairs kom að fundarstað í morgun kom til smávægilegra átaka milli andstæðinga Íraksstríðsins og lögreglu. Engan sakaði í þeim átökum svo vitað sé.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira