Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra 9. september 2006 02:30 Lars Leijonborg formaður Þjóðarflokksins bað þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu. Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið. Erlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið.
Erlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira