Innlent

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

En það voru fleiri sem gengu til góðs en forseti Íslands. Í það minnsta 2500 sjálfboðaliðar gengu um land allt og söfnuðu fyrir börn í suðurhluta Afríku. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins þá var markið sett hátt en þátttakan í ár var framar öllum vonum. Búið er að ganga í allar götur í Reykjavík og er það í fyrsta sinn sem það hefur gerst. Sólveig segir fólk hafa sýnt ótrúlega samstöðu og að hvarvetna sem sjálfboðaliðar bönkuðu uppá hafi móttökur verið góðar.

Enn er hægt að gefa í söfnunina með því að hringja í síma 907 2020. Frekari upplýsingar um söfnunina má fá á heimasíðu rauða krossins redcross.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×