Fjögurra námamanna enn saknað 9. september 2006 19:30 Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað. Það var á fimmtudaginn sem eldur kviknaði á um áttatíu og fimm til hundrað og þrjátíu metra löngu svæði í gullnámu í í Síberíu. Þegar tókst að bjarga þrjátíu og einum námamanni og voru fimmtán úr þeim hópi fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Það var svo seint á fimmtudagskvöldinu sem slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum. Skemmdir voru töluverðar og hömluðu björgunarstarfi auk þess sem reykur gerði björgunarmönnum erfitt fyrir í fyrstu. Þrjátíu og þriggja námamanna var enn saknað. Eiturgufur höfðu losnað við brunann og óttast að þeir væru allir væru látnir. Um þrjú hundruð björgunarmenn héldu þó áfram að leita þeirra og vonir bundnar við að einhverjir væru enn á lífi. Það var svo snemma í morgun sem búið var að finna lík sextán þeirra. Skömmu síðar tókst björgunarmönnum að losa þrjá námamenn úr prísund sinni. Fimm til viðbótar fundust svo á lífi en fimm lík fundust svo nokkrum klukkustundum eftir það. Fjögurra er enn saknað og ættingjar þeirra og vinir bíða við námaopið milli vonar og ótta. Talið er að gáleysisleg meðferð á logsuðutæki hafi verið kveikjan að eldinum. Ekkert var unnið í námunni á árunum 1990 til 1995 en endurbætur gerðar á henni þegar vinna hófst á ný. Slys eru sögð of tíð í Síberíu þar sem oft skortir fé til kaupa á öryggisbúnaði og nýjum tækjum. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Átta rússneskir námamenn voru fegnir frelsinu þegar þeim var bjargað úr prísund sinni, tæplega fimm hundruð metrum ofan í gullnámu í Síberíu. Þar festust þeir þegar eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn. Tuttugu og einn vinnufélagi þeirra eru látinn og fjögurra er enn saknað. Það var á fimmtudaginn sem eldur kviknaði á um áttatíu og fimm til hundrað og þrjátíu metra löngu svæði í gullnámu í í Síberíu. Þegar tókst að bjarga þrjátíu og einum námamanni og voru fimmtán úr þeim hópi fluttir á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Það var svo seint á fimmtudagskvöldinu sem slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum. Skemmdir voru töluverðar og hömluðu björgunarstarfi auk þess sem reykur gerði björgunarmönnum erfitt fyrir í fyrstu. Þrjátíu og þriggja námamanna var enn saknað. Eiturgufur höfðu losnað við brunann og óttast að þeir væru allir væru látnir. Um þrjú hundruð björgunarmenn héldu þó áfram að leita þeirra og vonir bundnar við að einhverjir væru enn á lífi. Það var svo snemma í morgun sem búið var að finna lík sextán þeirra. Skömmu síðar tókst björgunarmönnum að losa þrjá námamenn úr prísund sinni. Fimm til viðbótar fundust svo á lífi en fimm lík fundust svo nokkrum klukkustundum eftir það. Fjögurra er enn saknað og ættingjar þeirra og vinir bíða við námaopið milli vonar og ótta. Talið er að gáleysisleg meðferð á logsuðutæki hafi verið kveikjan að eldinum. Ekkert var unnið í námunni á árunum 1990 til 1995 en endurbætur gerðar á henni þegar vinna hófst á ný. Slys eru sögð of tíð í Síberíu þar sem oft skortir fé til kaupa á öryggisbúnaði og nýjum tækjum.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira