Þróunaraðstoð á villigötum 9. september 2006 05:00 Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Leiðir úr viðjum fátæktarWilliam Easterly, prófessor við Háskólann í New York, heldur því fram í nýrri skýrslu að ríkisstyrkt þróunaraðstoð hafi brugðist fólki í þróunarríkjunum og sé enn á villigötum. Easterly, sem starfaði í sextán ár að þróunarmálum hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á, að á árunum 1970-1994 hefðu 22 Afríkuríki samtals eytt um 24 þúsund milljörðum íslenskra króna í opinbera fjárfestingu, og fengið aðra þrettán þúsund milljarða í þróunaraðstoð, án þess að tekist hefði að losa íbúana úr gildru fátæktar. Skýrsla Easterly er hluti ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem RSE gaf út hér á landi á fimmtudag. Þar er sýnt fram á, að efnahagslegt frelsi sé miklu áhrifaríkara í baráttu við fátækt heldur en opinberir styrkir. Skv. skýrslunni má sjá að hjá frjálsustu þjóðunum eru lífslíkur mestar, ungbarnadauði sjaldgæfastur, fæst börn á vinnumarkaði og aðgangur að hreinu vatni útbreiddastur. Tekjur á mann eru þar hæstar, líka þegar borin eru saman kjör fátækustu íbúa hverrar þjóðar, og atvinnuleysi er minnst. Pólitísk réttindi eru tryggust hjá frjálsum þjóðum og spilling minnst. Fólk sem býr við ófrelsi, þar sem opinber miðstýring er mest, nýtur minnstra lífsgæða, nánast sama hvar borið er niður. Easterly leggur til að í stað þess að hámenntaðir sérfræðingar alþjóðastofnana semji áætlanir um hvernig koma eigi fólki úr fátækt með miðstýrðum aðgerðum, opinberum styrkjum, fjárfestingum og skýrslugerð, þurfi að reyna að frelsa fólkið frá miðstýringunni. Koma á eignarréttarskipulagi og afnema höft á viðskipti. Þannig að heimafólk geti sjálft átt samskipti við aðra á frjálsum markaði með eignir sínar og kunnáttu. Tilraunastarfsemi á frjálsum markaði leiði yfirleitt til þess að fólk leiti í framleiðslustarfsemi sem skili arði, en forðist þá sem geri það ekki, svo auðlindir og framleiðsluþættir flytjast þangað og nýtast þar sem hagkvæmnin er mest. Við þessar aðstæður vænkast hagur fólks, kröfur um lífsgæði aukast og samfélög þróast. Í miðstýrðum áætlunarbúskap þar sem opinberu fjármagni er dælt í opinber verkefni verður öfug þróun. Þann lærdóm mátti reyndar draga af efnahagsþróun á 20. öld. En samt eru ótrúlega margir sem enn trúa því, að fái nógu margir embættismenn nógu mikið fjármagn, geti þeir bjargað heiminum. Þeir hafa lítið lært.Höfundur er framkvæmdastjóri RSE, Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun