Tillögur starfshóps ekki studdar lögum 10. mars 2006 04:30 Fólk í bankaviðskiptum. Skýrslur erlendra fyrirtækja hafa að undanförnu valdið töluverðum óróa í íslensku efnahagslífi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar skipað starfshóp sem fjallar um viðbrögð við vandanum sem upp getur komið. MYND/Valli Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur lagalegan grundvöll fyrir hugmyndum starfshóps stjórnvalda um hugsanleg áföll í íslensku fjármálalífi, ekki vera fyrir hendi. Í tillögum starfshópsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið geti vikið bankaráðum og bankastjórnum frá og tekið vald hluthafafunda eða stofnfjáreigenda í félögunum. "Það er ekki lagalegur grundvöllur fyrir þessum hugmyndum starfshópsins. En hins vegar, ef það yrðu sett lög þá væri hætt við því að þau færu í bága við stjórnarskrá. Til dæmis eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar." Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. "Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema að almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir," segir orðrétt í stjórnarskránni. Aðeins neyðarréttarsjónarmið í lögum geta heimilað stjórnvöldum að grípa inn í starfsemi fyrirtækja í einkaeigu. Slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í íslenskum lögum. Þau ríki sem hafa neyðarréttarsjónarmið innan sinna laga, geta aðeins beitt þeim ef til alvarlega aðstæðna kemur, sem varða almannaheill. Þær aðstæður, sem oftast eru nefndar í erlendum lögum, geta til dæmis skapast við stríðsátök eða náttúruhamfarir. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, fagnar því að íslensk stjórnvöld skuli vera farinn að huga viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda íslenskra fjármálafyrirtækja. "Það er fagnaðarefni að íslensk stjórnvöld séu að setja upp viðbragðsáætlun við hugsanlegum vanda í efnahagslífinu. Með því feta þau í fótspor nágrannaríkja okkar. Við teljum hins vegar ekki að það eigi að búa til reglur sem aðeins eru sniðnar að íslenskum veruleika, heldur er nauðsynlegt að stjórnvöld hér á landi haldi sig við alþjóðlegar viðmiðanir í þessum efnum." Í greinagerð starfshóps á vegum stjórnvalda, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins kemur fram að æskilegt sé að Fjármálaeftirlitinu verði fært vald til þess að víkja frá stjórnum, bankastjórum eða framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja, og skipa í stöðurna að nýju. Átta sig á mikilvægi bankannaSigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, telur greinargerð um viðbúnað við erfiðleikum á fjármálamarkaði til marks um að stjórnvöld átti sig á mikilvægi fjármálakerfisins. Almennt held ég að verið sé að velta upp hvernig væri hægt að bregðast við ímynduðum aðstæðum. Rétt eins og menn hugsa líklega um varnir gegn annarri vá, líkt og hvernig bregðast ætti við ef kjarnorkukafbátur sykki í landhelginni, segir hann og telur tilviljun hafa ráðið því að álit starfshópsins komi fram á sama tíma og fram fari frekar neikvæð umræða um bankakerfið. Samræmið skiptir máliBjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir mjög mikilvægt að til sé svipuð uppsetning að viðbrögðum við fjármálakrísum hér og er í öðrum Evrópuríkjum. Bjarni segist þó ekki hafa fylgst með vinnuferli starfshóps ráðuneytanna, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og geti því lítið tjáð sig um það hvaða aðstæður þyrftu að vera til að ráð yrðu tekin af fyrirtæki eða fjármálastofnun. Ég veit því ekki hvaða hagsmunir ríkisvaldsins væru fólgnir í því að grípa inn í með þeim hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira