Patrick Vieira segist hlakka mikið til að mæta með nýja liði sínu Juventus á Highbury í Meistaradeildinni, þar sem hann spilaði með Arsenal í níu ár. Kaldhæðni örlaganna er nú sú að Vieira fór sumpart frá Arsenal til að reyna að vinna Evrópumeistaratitilinn annarsstaðar, en nú þarf hann einmitt að slá sína gömlu félaga sínu úr keppni til að ná því takmarki.
"Örlögin eru stundum brosleg og koma manni á óvart. Það verður frábært fyrir mig að mæta aftur á Highbury sem andstæðingur og burtséð frá því hvað það mun hafa tilfinningalegt gildi fyrir mig - er þetta leikur sem við verðum að vinna," sagði Frakkinn sterki.