Viðskipti erlent

Niðurskurður hjá British Airways

Breska flugfélagið British Airways ætlar á skera niður útgjöld um 450 milljónir punda, 54 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. M.a. er búist við uppsögnum hjá flugfélaginu. Ástæðan fyrir niðurskurðinum er m.a. aukin samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og spá um hærri eldsneytiskostnað á næstu árum.

Flugfélagið spáir því að eldsneytiskostnaður fyrirtækisins hækki úr 400 millljónum punda í 2 milljarða á árunum 2006-2007 og séu líkur á því að farþegagjöld komi til með að hækka vegna þessa.

Auk þessa hefur flugfélagið í bígerð að setja um 200 milljónir punda í nýtt bókunarkerfi á vefsvæði fyrirtækisins auk ýmissa þæginda í vélum British Airways, s.s. sjónvarpsveitur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×