Skáldlegur Össur 12. desember 2006 05:00 Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun