Eberg með lag í The O.C. 12. desember 2006 15:30 Einar Tönsberg er hæstánægður með viðbrögðin við lagi sínu Inside Your Head. MYND/Valli Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. . Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. .
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira