Ríkisendurskoðandi rannsaki rekstur Byrgisins 12. desember 2006 18:30 Félagsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann taki til skoðunar rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins. Háttsettir aðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, hafa fengið nafnlaust bréf með alvarlegum ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. Í bréfinu lýsir einstaklingur sem kallar sig Lot hvernig fénu sem Byrgið fær úr ríkissjóði er sólundað. Það var sent til háttsettra manna í samfélaginu, meðal annars til alþingismanna og ráðherra í lok október. Bréfritari segir sig knúinn til að skrifa bréfið og upplýsa þannig um hina miklu spillingu og óreiðu sem fram fari í Byrginu. Síðan koma langar lýsingar á því sem bréfritari telur styðja þessar ásakanir. Um þátt Guðmunds Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins segir orðrétt: Það sem ríkið styrkir Byrgið um, mánaðarlega fer beint í hanns vasa og lítið fer til rektsturs Byrgisins. Fénu er sólundað.Að lokum segist bréfritari treysta því að viðtakandi geri eitthvað í málinu. Félagsmálaráðherra hefur nú beðið Ríkisendurskoðanda um að skoða rekstur Byrgisins. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður veitt Byrginu fjárstuðning og í ár nam styrkurinn rúmum 28 milljónum króna auk þess sem rikissjóður greiðir húsaleigu fyrir Byrgið að fjárhæð 9 milljónir. Því má gera ráð fyrir því að á þessum árum hafi ríkið styrkt Byrgið um hátt í 200 milljónir króna. Í bréfi félagsmálaráðherra til ríkisendurskoðanda sem fréttastofa hefur nú undir höndum kemur fram að ástæðan fyrir beiðni sinni sé sú að gert hafi verið ráð fyrir slíkri endurskoðun næsta vor og að alþingismenn hafi ítrekað sýnt því áhuga hvernig fjárstuðningi ríkisins er varið af hálfu Byrgisins. Fyrirmyndin að dulnefni bréfritarans er biblíupersónan Lot sem var bróðursonur Abrahams. Hann var leiddur af englum út úr Sódómu rétt áður en borginni var eytt vegna lastafulls lífernis íbúanna. Kona Lots varð að saltstólpa er hún leit til baka í átt til borgarinnar á flóttanum.Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins vísar ásökunum bréfritara alfarið á bug og segir skoðun Ríkisendurskoðunar vera eðlilega. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðanda að hann taki til skoðunar rekstur meðferðarheimilisins Byrgisins. Háttsettir aðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, hafa fengið nafnlaust bréf með alvarlegum ásökunum á hendur forstöðumanni Byrgisins. Í bréfinu lýsir einstaklingur sem kallar sig Lot hvernig fénu sem Byrgið fær úr ríkissjóði er sólundað. Það var sent til háttsettra manna í samfélaginu, meðal annars til alþingismanna og ráðherra í lok október. Bréfritari segir sig knúinn til að skrifa bréfið og upplýsa þannig um hina miklu spillingu og óreiðu sem fram fari í Byrginu. Síðan koma langar lýsingar á því sem bréfritari telur styðja þessar ásakanir. Um þátt Guðmunds Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins segir orðrétt: Það sem ríkið styrkir Byrgið um, mánaðarlega fer beint í hanns vasa og lítið fer til rektsturs Byrgisins. Fénu er sólundað.Að lokum segist bréfritari treysta því að viðtakandi geri eitthvað í málinu. Félagsmálaráðherra hefur nú beðið Ríkisendurskoðanda um að skoða rekstur Byrgisins. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður veitt Byrginu fjárstuðning og í ár nam styrkurinn rúmum 28 milljónum króna auk þess sem rikissjóður greiðir húsaleigu fyrir Byrgið að fjárhæð 9 milljónir. Því má gera ráð fyrir því að á þessum árum hafi ríkið styrkt Byrgið um hátt í 200 milljónir króna. Í bréfi félagsmálaráðherra til ríkisendurskoðanda sem fréttastofa hefur nú undir höndum kemur fram að ástæðan fyrir beiðni sinni sé sú að gert hafi verið ráð fyrir slíkri endurskoðun næsta vor og að alþingismenn hafi ítrekað sýnt því áhuga hvernig fjárstuðningi ríkisins er varið af hálfu Byrgisins. Fyrirmyndin að dulnefni bréfritarans er biblíupersónan Lot sem var bróðursonur Abrahams. Hann var leiddur af englum út úr Sódómu rétt áður en borginni var eytt vegna lastafulls lífernis íbúanna. Kona Lots varð að saltstólpa er hún leit til baka í átt til borgarinnar á flóttanum.Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins vísar ásökunum bréfritara alfarið á bug og segir skoðun Ríkisendurskoðunar vera eðlilega.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira