Innlent

Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld

MYND/Anton Brink

Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa.

Þegar hefur verið ráðinn nýr starfsmaður til nefndarinnar og hefur hann störf strax eftir áramót. Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, hafi til þessa einn sinnt rannsóknum á vettvangi og hafi hann því verið á sífelldri bakvakt síðustu sjö árin.

Með þessari eflingu er einnig vonast til að hægt verði að auka enn útgáfu á efni um slysarannsóknir í forvarnaskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×