Árásum á Gaza haldið áfram 30. júní 2006 08:15 MYND/AP Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu í nótt árásir á ýmis skotmörk á Gaza-svæðinu, þar á meðal innanríkisráðuneyti heimastjórnar Palestínumanna og skrifstofur Fatah-hreyfingar Abbas, forseta, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið. Enn er ekkert vitað um hvar ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem rænt var á sunnudaginn, er í haldi og því halda aðgerðir Ísraelshers á Gaza-svæðinu áfram. Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að herlið verði dregið til baka um leið og Shalit verði skilað heilu og höldnu. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, að þeir herskáu Palestínumenn sem haldi Shalit hafi boðist til að láta hann lausan að uppfylltum ótilgreindum skilyrðum. Ísraelar hafa ekki brugðist við þeim fréttum eða greint frá því hafa skilyrði hafi verið sett fyrir lausn hans önnur en þau að palestínskum konum og börnum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum, en sú krafa var gerð fyrr í vikunni. Ísraelar hafa krafist þess að Shalit verði látinn laus án nokkurra skilyrða. Egypskir sendifulltrúar hafa, að sögn BBC, unnið baki brotnu síðustu daga við að reyna að semja um lausn hermannsins unga. Það var í gær sem fjölmargir þingmenn Hamas-samtakanna, þar á meðal þriðjungur ráðherra í heimastjórn Palestínumanna, voru teknir höndum. Var talið að reynt yrði að skipta á þeim og Shalit en því neita ísraelsk stjórnvöld og segja þá hafa verið tekna höndum þar sem Hamas-liðarnir væru grunaðir um aðild að hryðjuverkum. Þar sem deilan er enn í hnút halda aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu áfram og í nótt gerði Ísraelsher loftárásir á ýmis skotmörk á Gaza. Bygging innanríkisráðuneytis heimastjórnarinnar er mikið skemmd. Sprengjum var einnig varpað á skrifstofu Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, í Gaza-borg. Einn Palestínumaður er sagður hafa fallið í árásunum. Herlið á jörðu niðri er við landamærin að Gaza, bæði í norðri og suðri, en heldur kyrru fyrir á meðan leitað er leiða til að semja um lausn á deilunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira