Erlent

Bíræfið rán í Grimsby

Bíræfði og þaulskipulagt rán var framið í frystigeymslu í Grimsby um síðustu helgi og er ræningjanna enn leitað, að því er fram kemur á vefsíðu Grimsby.

Eftir að hafa barið næturvörð og læst framkvæmdastjóra frystigeymslunnar og son hans inni, lestuðu ræningjarnir fimm stolna frystibíla með frystum fiski, að andvirði 140 milljónir króna og komust undan.

Fjórir bílanna eru fundnir, en gal tómir. Ekki kemur fram hvaðan fiskurinn var, eða hvert hann var að fara, en talsvert af íslenskum fiski fer um Grimsby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×